Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Á þjálfaranámskeiði í bogfimi á styrk frá Ólympíusamhjálpinni

08.12.2023

 

Starfsmaður Bogfimisambands Íslands (BFSÍ), Valgerður E. Hjaltested, er nýlega komin heim eftir rúmlega 6 vikna námskeið í afreksíþróttamiðstöð Alþjóðabogfimisambandsins (World Archery Excellence Centre – WAEC) í Ólympíuborginni Lausanne í Sviss. Á námskeiðinu lauk Valgerður hæsta þjálfarastigi hjá heimssambandinu (WA) og er hún annar íslenski þjálfarinn sem nær þessari gráðu í bogfimi. 

Valgerður var ánægð með dvölina og námskeiðið og sagðist hafa haft bæði gagn og gaman að henni í Lausanne, en ekki síst af þeim tengslum sem hún myndaði við fólk alls staðar að úr heiminum. Valgerður var í hópi lengra kominna þjálfara í greininni frá Brasilíu, Kyrgystan, Bútan og Kýpur.

Verkefnið var fjármagnað með styrk frá Ólympíusamhjálpinni (Olympic Solidarity).

Nánari frétt er að finna á heimasíðu BFSÍ.

Myndir með frétt