Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Verðlaunaafhending Forvarnardagsins fór fram á Bessastöðum

04.12.2023

 

Forvarnardagurinn fór fram 4. október síðastliðinn en þá gafst nemendum í 9. bekk í grunnskólum landsins og á fyrsta ári í framhaldsskóla tækifæri til að taka þátt í verðlaunaleik. Leikurinn fól í sér að skila inn myndbandi/veggspjaldi eða öðru efni tengt Forvarnardeginum þar sem þemað var verndandi þættir í forvörnum. 

Verðlaunaafhending í leiknum fór fram í gær á Bessastöðum í boði Guðna Th Jóhannessonar forseta, en þangað mættu auk vinningshafa og forráðamanna þeirra, allir þeir aðilar sem standa að deginum. Vinningshafar í leiknum voru annars vegar þrír nemendur úr 9. bekk í Hrafnagilsskóla sem gerðu myndband um tóbakslaust líf unglinga. Nemendurnir eru: Emelía Lind Brynjarsdóttir Lyngmo, Katrín Eva Arnþórsdóttir og Sunna Bríet Jónsdóttir. 

Fjórir nemendur úr Borgarholtsskóla hlutu verðlaun í flokki framhaldsskóla en þeir gerðu veggspjald þar sem vakin var athygli á mikilvægi samverustunda með fjölskyldunni sem þurfa ekki að kosta mikið. Nemendurnir eru; Daníel Orri Gunnarsson, Eybjörg Rós Tryggvadóttir, Snorri Steinn Svanhildarson og Sindri Þór Guðmundsson.   

Alma Möller landlæknir afhenti verðlaun Forvarnardagsins með forseta Íslands og benti hún á kosti þess að fresta því eins lengi og unnt er að neyta áfengis til að leyfa heilanum að þroskast.

Að Forvarnardeginum standa: Embætti landlæknis sem fer með stjórn verkefnisins í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátarnir, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóli og Samstarf félagasamtaka í forvörnum. 

Hægt er að kynna sér efni Forvarnardagsins hér 

 

Myndir með frétt