Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

13 hringir syntir í Syndum

22.11.2023

 

Landsátakið Syndum gengur ljómandi vel þegar liðnar eru 3 vikur af átakinu og ennþá vika eftir. Það er virkilega gaman að sjá hversu vel landsmenn hafa tekið í átakið og hafa verið duglegir við að synda.  Þegar þetta er skrifað hafa 501 þátttakandi skráð sig til leiks og búið að synda 17.248 km eða 13 hringi í kringum landið!

Átakið verður í gangi út nóvember og því ennþá hægt að skrá sig og stinga sér til sunds. Skráningarsíðan er hér.

Inná heimasíðu Syndum má finna ýmsan fróðleik og gagnlegar greinar fyrir áhugasama. Vertu með!