Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Ráðherra í heimsókn

05.10.2023

 

Á þriðjudag, 3. október, fengu starfsmenn ÍSÍ og sérsambandanna, sem starfa í íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum, óvænta heimsókn er Ásmundur Einar Daðason, Mennta- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn.  Ásmundur Einar tók stofugang og heimsótti fjölda sérsambanda og átti við forsvarsmenn þeirra og starfsmenn gott spjall.   Það var afar ánægjulegt að fá ráðherra í heimsókn og mikilvægt fyrir alla að taka reglulega spjall um málefni líðandi stundar.  Farið var yfir víðan völl og sambandið milli ráðuneytis og íþróttamiðstöðvarinnar styrkt. 

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, ráðgjafi ÍSÍ, fóru hringinn með Ásmundi og úr varð góður dagur.  Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar þakka Ásmundi fyrir góða heimsókn.

Á fyrstu myndinni má sjá Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ ásamt Ásmundi Einari, ráðherra, í andyri ÍSÍ, við nýja Heiðurshallarvegginn en þar má sjá myndir og upplýsingar um okkar frábæra afreksíþróttafólk sem tekið hefur verið inn í Heiðurshöll ÍSÍ, alveg frá upphafi.  Á hinum myndunum má sjá frá heimsókn ráðherra; með Katrínu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Blaksambandsins, Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambandsins, Hannesi S. Jónssyni, framkvæmdastjóra Körfuknattleikssambandsins og Úlfi Helga Hróbjartssyni, framkvæmdastjóra Siglingasambandsins.  Einnig hittu þau
Eyleif Ísak Jóhannesson, yfirmann landsliðsmála hjá Sundsambandinu og Ingibjörgu Helgu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þess.  Síðustu tvær myndirnar eru svo frá heimsókn til Þórarins Más Þorbjörnssonar, framkvæmdastjóra Keilusambandsins og Valdimars Leós Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Borðtennissambandsins og Taekwondosamband Íslands.

 

Myndir með frétt