Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Fánadagur heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun

25.09.2023

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem fána þeirra verður flaggað um land allt í dag, mánudaginn 25.september.

UN Global Compact á Íslandi, stendur fyrir fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í fyrsta sinn á Íslandi. Er það gert í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi forsætisráðuneytins og utanríkisráðuneytisins.  
Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.    

Þann 25. september 2023 eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt. Heimsmarkmiðin fela í sér ákall eftir alþjóðlegu samstarfi um að efla velferð og gera heiminn að betri stað fyrir árið 2030. Þótt athyglisverður árangur hafi náðst á ýmsum sviðum þá erum við þegar hálfnuð á vegferðinni til 2030 og ljóst að aukinn slagkraft þarf í aðgerðir til að ná þeim árangri sem að var stefnt. 

Fánaherferð UN Global Compact hófst í Hollandi árið 2019 og hafa vinsældir framtaksins farið ört vaxandi. Í ár taka hundruð fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka, skóla og sveitarfélaga þátt í fánadeginum um allan heim undir heitinu Saman fyrir heimsmarkmiðin  #TogetherForTheSDGs.

Hér má finna meira um málefni.