Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Viltu vera með okkur í liði?

21.09.2023

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa á skrifstofu sambandsins. Starfið er mjög fjölbreytilegt en helstu verkefni tengjast lagaumhverfi ÍSÍ, sambandsaðila og íþróttafélaga á Íslandi.

Viðkomandi mun m.a. starfa með Laganefnd ÍSÍ og meðal verkefna er að vinna að innleiðingu góðra stjórnarhátta innan íþróttahreyfingarinnar, aðkoma að vinnuhópum og málefnum sem tengjast lagalegum úrlausnarefnum auk starfa í tengslum við dómstóla ÍSÍ, mótun verkferla og samskipta við opinbera aðila.
 
Menntunar- og hæfniskröfur
Kandídats- eða meistarapróf í lögfræði er skilyrði
Mjög gott vald á íslensku og færni til að rita vandaðan texta
Þekking á íþróttalögfræði er kostur sem og reynsla af íþróttastarfi
Góð enskukunnátta er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur
Rík áhersla er lögð á sjálfstæði, frumkvæði og hæfni í samskiptum
 
Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi og ýmsar áskoranir koma upp á degi hverjum. Starfið reynir á lögfræðilega getu, kunnáttu og úrlausnarhæfni. Í boði er starf í síbreytilegu og spennandi umhverfi.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Hagvangs, smelltu hér.

Umsjón með starfinu hefur Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.

Umsóknarfrestur er til og með 3. október nk.

Myndir með frétt