Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Fyrirlestur um andlegan styrk íþróttamanna

04.09.2023

 

Síðastliðinn fimmtudag, 31. ágúst, var haldinn fyrirlestur hjá Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við íþróttafærðideild HR þar sem andlegi styrkur íþróttamannsins var til umfjöllunar. Fyrirlesarar voru þeir Dr. Robert Weinberg og Dr. Daniel Gould sem eru sérfræðingar á sínu sviði og töluðu um mikilvægi þessa málefnis fyrir fullu húsi. Fyrirlesturinn bar heitið Performing well at the Olympics: Mental toughness and beyond þar sem andlegur styrkur íþróttafólks var í brennidepli.

Dr. Robert Weinberg er prófessor í íþróttasálfræði og einn helsti sérfræðingur heims í andlegum styrk og var tilnefndur sem einn af 10 bestu íþróttasálfræðingunum í Norður-Ameríku. 

Dr. Daniel Gould, prófessor í íþróttasálfræði, var í áraraðir ráðgjafi Bandaríska Ólympíusambandsins og gerði röð rannsókna um hvað það er sem skilur þá sem ná sínu besta fram á Ólympíuleikum frá þeim sem gera það ekki. Hann er forstöðumaður Institute for the Study of Youth Sports og prófessor í íþróttasálfræði við Michigan State University. 

Í fyrirlestrinum á fimmtudag var komið inn á andlegt þol, bæði almennt hjá einstaklingum í íþróttum sem og afreksíþróttamönnum sem stefna hátt. Þegar litið er til afreksíþróttafólks, þá sé ákveðið hugarfar ríkjandi en mikilvægt sé að undirbúa sig andlega fyrir óvæntar aðstæður og hvernig eigi bregðast við þeim.

Þeir ræddu einnig að rannsóknir sýni að það að koma frá litlu landi geti hjálpað til við að ná góðum árangri.  Þá séu meiri líkur á því að fólk þekkist persónulega og stuðningur og fókus sé meiri við íþróttafólkið.  Þá séu líka færri keppendur og meiri líkur á því að skara fram úr.  Helsti ókosturinn sé hins vegar að í sumum íþróttagreinum þurfi íþróttafólkið að leita erlendis eftir fleiri keppnum og samkeppni ef íþróttagreinin er fámenn.

Þá sögðu þeir skipulag íþróttastarfs á Íslandi til fyrirmyndar.  Þeir töldu að þjálfara hjá yngri iðkendum væru almennt betri en gerist í Bandaríkjunum og sögðu það hafa jákvæð áhrif á iðkendur.  

Meira um má finna á Facebook síðu HR.

Myndir/HR.

Myndir með frétt