Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ lokið

01.09.2023

 

Sumarfjarnámi í þjálfaramenntun ÍSÍ er nú lokið.  Sumarfjarnámið byrjaði í júní og var farið í gegnum tvö stig að þessu sinni, 1. og 2. stig.  Samtals luku 40 íþróttaþjálfarar námi, þar af 31 á 1. stigi og níu á 2. stigi.  Þjálfararnir komu frá 16 mismunandi íþróttagreinum; átta frá taekwondo, fimm frá listskautum, fjórir frá handknattleik og kraftlyftingum og þrír frá blaki og frjálsíþróttum.  Þeir komu allstaðar að en fjölmennastir voru þeir frá ÍBR eða 17, níu frá UMSK og sjö frá ÍBA.  Kynjahlutföll voru; 19 konur og 21 karl.  

Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Allir nemendur sem ljúka námi á 1. stigi fá staðfestingu á náminu og einkunn. Auk náms á stigunum þurfa þjálfarar að hafa gilt skyndihjálparnámskeið og ákveðna þjálfunarreynslu til að geta haldið áfram námi. Menntun á hverju stigi fyrir sig er ekki lokið fyrr en þjálfari hefur lokið bæði almenna hlutanum hjá ÍSÍ og sérgreinahlutanum hjá viðkomandi sérsambandi. Einnig eru aldurstakmörk inn á námskeiðin; 16 ár á 1. stig, 18 ár á 2. stig og 20 ár á 3. stig.

Þjálfararnir gáfu náminu afar góða einkunn í alla staði og kláruðu þjálfarastig sitt með sóma.  Þess má geta að haustfjarnám allra stiga mun hefjast mánudaginn 25. sept. nk. en nánari upplýsingar um næsta námskeið mun birtast eftir helgi.   

Hér má finna almennar upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ.

Myndir með frétt