Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Frábær árangur á Masters Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum

25.08.2023

 

Fimm íslenskar lyftingakonur keppa þessa dagana á Masters Heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem haldið var í Wieliczka í Póllandi. Þar hafa Íslendingar nú þegar eignast einn heimsmeistara.

Hrund Scheving sigraði í 45-49 ára 71 kg flokkinum á mótinu með 70 kg snörun, 90 kg jafnhendingu og 160 kg samanlagt og er því heimsmeistari í sínum flokki. Í stigakeppni 45-49 ára hafnaði Hrund svo í 2. sæti. Hrund hefur mestu keppnisreynsluna af þessum hópi en hún hefur keppt á fjölmörgum mótum frá árinu 2013.

Árdís Grétarsdóttir hlaut 2. sæti af 7 keppendum í 50-54 ára 64 kg flokki á Masters heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum. Árdís snaraði best 57 kg, náði 72 kg jafnhendingu og 129 kg samanlagt.

Ingunn Lúðvíksdóttir varð í 2. sæti af 7 keppendum í 45-49 ára 76 kg flokki á mótinu með 70 kg snörun, 85 kg jafnhendingu og 155 kg samanlagt. 

Helga Hlín Hákonardóttir hlaut 4. sætið af 9 keppendum í 50-54 ára 59 kg flokki með 55 kg snörun, 67 jafnhendingu og 122 samanlagt. 

Alma Hrönn Káradóttir keppir svo á morgun, laugardaginn 26. ágúst kl. 10:00, í sínum aldursflokki.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Lyftingasambands Íslands, www.lsi.is. 

Myndir/LSÍ.

Myndir með frétt