Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Frábær árangur á HM íslenska hestsins í Hollandi

14.08.2023

 

Heimsmeistaramót íslenska hestsins var haldið í Oirschot í Hollandi dagana 8. - 13.  ágúst.  Stór hópur fór á mótið fyrir hönd Íslands en keppt var bæði í keppni A landsliða sem og U21 árs landsliða.  Sex kynbótahross voru send til keppni á mótinu en íslenska liðið, sem tók þátt í íþróttakeppninni, var skipað eftirtöldum keppendum: 

A landsliðið:
Benjamín Sandur Ingólfsson og Júní frá Brúnum
Elvar Þormarsson og Fjalladís frá Fornusöndum
Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri. 
Hans Þór Hilmarsson og Jarl frá Þóroddsstöðum
Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi
Sara Sigurbjörnsdóttir og Flóki frá Oddhóli
Teitur Árnason og Drottning frá Hömrum II
Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofi
Þorgeir Ólafsson og Goðasteinn frá Haukagili í Hvítárssíðu

U21 árs landsliðið:
Benedikt Ólafsson og Leiru-Björk frá Naustum III
Glódís Rún Sigurðardóttir og Salka frá Efri-Brú
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kvarði frá Pulu
Jón Ársæll Bergmann og Frá frá Sandhól
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi

Íslenski hópurinn vann sér inn 11 gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun á mótinu í íþróttakeppninni.  Þá vann hann sér inn fimm gull- og ein silfurverðlaun á kynbótabrautinni.  Árangurinn var sannarlega eftirtektarverður, en hann er einn sá besti hjá liðinu frá upphafi. Nánari fréttir frá mótinu má finna á heimasíðu lhhestar.is.  

Þjálfarateymi íslenska liðsins var skipað Sigurbirni Bárðarsyni, A-landsliðsþjálfara og Heklu Kristinsdóttur, landsliðsþjálfari U21 liðsins. Þeim til aðstoðar voru Hinrik Þór Sigursson, Sigurður Matthíasson og Þórarinn Eymundsson.  

Myndir eru frá Heimsmeistaramótinu/Heimasíða LH og Krijn Bujitelaar.

ÍSÍ óskar keppendum, þjálfurum og öðrum í teymi íslenska liðsins innilega til hamingju með glæsilegan árangur í Hollandi.

 

Myndir með frétt