Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Fimmti keppnisdagur á EYOF í Maribor

27.07.2023

 

Á þessum sólríka degi hófst annasamur keppnisdagur eins og svo oft áður. Fyrsta keppni dagsins byrjaði í sundhöllinni þar sem Ylfa Lind Kristmannsdóttir synti 100m skriðsund, á tímanum 1:06,56 og stóð sig mjög vel. Magnús Víðir Jónsson synti 200m skriðsund á tímanum 1:57,07 og bætti aldursflokkamet 14-16 ára í greininni um 00:01,13. Sundliðið keppti í 4x100m boðsundi sem gekk vel og lentu þau í 24. sæti af 27 liðum. Vala Dís Cicero endaði á úrslitasundi í 200m skriðsundi og náði í 6. sæti á tímanum 2:05,17 og jafnaði þar með sinn besta tíma í greininni, frábær árangur hjá henni.

Mikael Máni Ísaksson Guðmann og Daron Karl Hancock kepptu í júdó. Mikael keppti við andstæðing frá Slóveníu og Daron fékk andstæðing frá Bosníu. Mikael og Daron lögðu sig alla fram en mótherjar voru ýfið sterkari í þetta skiptið. Mikael og Daron hafa því lokið keppni.

Á frjálsíþróttavellinum átti íslenski hópurinn keppanda í hástökki. Sóley Kristín Einarsdóttir stökk 1.55m og lenti í 17. sæti af 17 keppendum. Þá hafa allir okkar keppendur í frjálsíþróttum lokið keppni.

Leikar fyrir ungmenni, eins og EYOF, gefur keppendum viðamikla reynslu sem nýtist þeim áfram í sínum verkefnum. Líka er mikilvægt að hafa gaman og njóta þess að taka þátt í öllum því sem leikarnir bjóða upp á.

Myndir með frétt