Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Þátttakendur á Ólympíuhátíð æskunnar staðfestir

12.07.2023

 

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram í Maribor í Slóveníu 23.-29. júlí næstkomandi.  Keppnin er fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14 -18 ára.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest íslenska hópinn sem fer á hátíðina og keppir fyrir Íslands hönd.  

Hér er hægt að finna lista yfir þátttakendur.

Að mörgu er að hyggja þegar farið er í keppnisferð af þessu tagi og hefur undirbúningur fyrir EYOF staðið yfir í langan tíma.  Fararstjórn verður í höndum þeirra Brynju Guðjónsdóttur aðalfararstjóra og Lindu Laufdal, aðstoðarfararstjóra, en Brynja er sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og Linda á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði ÍSÍ.  Í vikunni verður haldinn stór upplýsingafundur með öllum þátttakendum og aðstandendum þar sem farið verður yfir helstu upplýsingar varðandi ferðatilhögun, skipulag og fleira.

Hópurinn frá Íslandi telur um 55 manns, þ.m.t. keppendur, þjálfara og aðra í teymi íslenska liðsins.  Keppendur verða 35, 26 drengir og 9 stúlkur.  Keppt verður í 11 greinum á hátíðinni, þ.e. áhaldafimleikum, frjálsíþróttum, körfubolta 3x3, handknattleik, júdó, fjallahjólreiðum, götuhjólreiðum, hjólabrettum, sundi, tennis og blaki, en íslenski hópurinn tekur aðeins þátt í sex greinum, þ.e. fimleikum, frjálsíþróttum, handknattleik, júdó, sundi, og tennis.