Nikolay Mateev mótsstjóri á Evrópuleikunum í skylmingum
Um liðna helgi lauk þriðju Evrópuleikunum, sem haldnir voru í Kraków-Małopolska í Póllandi að þessu sinni. Um 7.000 keppendur frá 48 löndum tóku þátt og var keppt í 26 íþróttagreinum víðs vegar um Krakow og Malopolska. Íslenskir keppendur voru átta í fimm íþróttagreinum og áttu Íslendingar þrjá keppendur í skylmingum.
En það voru ekki bara þjálfarar og keppendur sem tóku þátt fyrir Íslands hönd. Nikolay Mateev formaður Skylmingasambands Íslands var í stóru hlutverki á Evrópuleikunum. Nikolay, sem er í stjórn evrópska skylmingasambandsins og formaður mótanefndar hjá evrópska skylmingasambandinu, var mótsstjóri yfir skylmingunum á Evrópuleikunum og fóru þeir mjög vel fram.
Fyrir Íslands hönd kepptu Sævar Baldur Lúðvíksson, Gunnar Egill Ágústsson og Andri Nikolaysson Mateev, en þess má geta að Andri er sonur Nikolay.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Nikolay Mateev ásamt Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ. Einnig Nikolay ásamt keppendum Íslands.