Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Lokahátíð Smáþjóðaleikanna fór fram í gær

04.06.2023

 

Keppni á Smáþjóðal­eik­un­um 2023 á Möltu lauk formlega í gær, 3. júní. Gærdagurinn var einnig síðasti keppnisdagur hjá íslensku keppendunum í frjálsíþróttum, skotíþróttum og siglingum en keppendur í öðrum greinum höfðu þegar lokið keppni.

Lokahátíðin fór svo fram í gærkvöldi og voru Egill Blöndal, júdókappi og Íris Anna Skúladóttir, frjálsíþróttakona fána­berar fyrir hönd Íslands.

Hátíðin var öll hin glæsilegasta og hófst á því að íþróttafólk allra landa gekk inn á svið undir dúndrandi tónlist og flugeldasýningu.  Íslensku keppendurnar voru glæsilegir á sviðinu. Forseta Ólympíunefndar Andorra var afhentur fáni Smáþjóðaleikanna, með formlegum hætti, til merkis um að þeir hafi nú tekið við sem gestgjafar næstu leika sem haldnir verða í Andorra árið 2025. Lag keppninnar, Shine your light, var síðan flutt á krafmikinn hátt og skemmtilegt dansatriði flutt sem áhorfendur gátu hrifist með.  Leikunum var svo slitið með einstaklega flottri flugeldasýningu.

Hér er heimasíða leikanna í ár.

Hér er lag keppninnar.

 

Myndir með frétt