Olga Bjarnadóttir, fulltrúi Íslands í tækninefnd Smáþjóðaleikanna
Hér á Smáþjóðaleikunum eru það ekki bara keppendur, dómarar og þjálfarar sem taka þátt í leikunum. Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í nýrri framkvæmdarstjórn ÍSÍ, stendur í ströngu í tækninefnd Smáþjóðaleikanna. Einn fulltrúi kemur frá hverri þjóð og er Olga fulltrúi Íslands.
Hlutverk tækninefndar á leikunum sjálfum er að fylgjast með að framkvæmd Smáþjóðaleikanna fylgi tæknireglum þeirra. Hlutverk Olgu var að fylgjast með keppni í íþróttagreininni Rugby 7´s og þá framkvæmd keppninnar í Rugby 7´s með tilliti til tæknireglna leikanna. Vera einnig framkvæmdaraðilum innan handar ef upp koma vafamál, athugasemdir eða spurningar er snúa að tæknireglum.
Fyrir leikanna tók Olga þátt í ýmsum undirbúningsfundum og hefur því einnig staðið í ströngu fyrir leikanna. Starfið var margvíslegt, allt frá því að rýna vel í handbókina, sem gefin er út með öllum upplýsingum, sem og að passa að allt sé rétt þar er snýr að keppnisgreinum, auk þess að yfirfara þátttökulista, fjölda þjóða og keppenda í hverri grein og margt fleira.