Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Frábær árangur í frjálsíþróttum á NM

01.06.2023

 

Um síðustu helgi fór fram Norðurlandameistaramót í frjálsíþróttum í Kaupmannahöfn.  Íslenska landsliðið stóð sig frábærlega og náði glæsilegum árangri er liðið vann þrenn gullverðlaun, fern silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Á mótinu voru líka sett tvö Íslandsmet þegar Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti sex ára gamalt met sitt í 200m hlaupi og Irma Gunnarsdóttir Íslandsmet í þrístökki er hún stökk 13,40m.  Þá náði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir lágmarki inn á EM U23 ára í 200m hlaupi.

Um helgina eignuðumst við líka þrjá Norðurlandameistara.  Daníel Ingi Egilsson bætti sig í þrístökki og stökk lengst 15,98m en Daníel átti áður 15,49m sem er jafnframt Íslandsmetið innanhúss. Þá varð Sindri Hrafn Guðmundsson Norðurlandameistari í spjótkasti með kasti upp á 76,40m og Guðni Valur Guðnason Norðurlandameistari í kringlukasti með kasti upp á 63,41m.

Önnur verðlaun:

Dagbjartur Daði Jónsson, silfurverðlaun í spjótkasti - 75,38m

Daníel Ingi Egilsson, silfurverðlaun  í langstökki - 7,53m

Hilmar Örn Jónsson, silfurverðlaun í sleggjukasti - 73,28m

Kolbeinn Höður Gunnarsson, silfurverðlaun í 100m - 10,29V

Mímir Sigurðsson, bronsverðlaun í kringlukasti - 54,81m

Kolbeinn Höður Gunnarsson, bronsverðlaun í 200m hlaupi - 20,91sek

Nánari frétt um NM má finna hér.

ÍSÍ óskar verðlaunahöfum sem og þátttakendum innilega til hamingju með árangur helgarinnar.

Myndir með frétt