Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ráðherra fylgdist með á Smáþjóðaleikunum og samantekt fyrir 2. keppnisdag

30.05.2023

 

Keppt var í flestum íþróttagreinum mótsins í dag í blíðskaparveðri en keppnisstaðir voru nokkrir.  Ásmundur Einar Daðason, rmennta- og barnamálaáðherra, mætti á leikana og fylgdist með íþróttamönnum og keppnum, ásamt fylgdarliði.  Hann fylgdist meðal annars með sundinu, borðtennis og júdó og var duglegur að hvetja landa sína áfram. Í för með honum voru Örvar Ólafsson, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, Líney Rut, ráðgjafi hjá ÍSÍ og fyrrv. framkvæmdastjóri, Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og Erna Kristín Blöndal, ráðuneytisstjóri í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Hér er stutt samantekt eftir daginn.

Borðtennis
Það gekk ágætlega hjá borðtennisliðinu í dag.  Leikið var í liðakeppni.  Hjá körlunum voru spilaðir tveir leikir, annars vegar við Kýpur og hins vegar við San Marínó.  Leikurinn á móti Kýpur tapaðist 0-3 og San Marínó tapaðist einnig 0-3.   Síðasti leikur fer fram á morgun á móti Mónakó.  
Stelpurnar spiluðu tvo leiki í liðakeppni á móti Lúxemburg og Kýpur.   Leikurinn á móti Lúxemborg tapaðist 0-3 og Kýpur einnig 0-3.    Stelpurnar hafa lokið leik, þar sem aðeins voru 3 lið í riðlinum.  

Frjálsíþróttir
Kristófer Þorgrímsson tók þátt í 100m hlaupi og komst í úrslit í sínum riðli.  Hann náði svo 5. sæti á tímanum 10.78 sek.
Ívar Kristinn Jasonarson og Sæmundur Ólafsson tóku þátt í 400m hlaupi. Ívar hljóp á 49,51 sek og endaði í 4. sæti í sínum riðli.  Sæmundur hljóp á 49,37 sek og endaði í 5. sæti í sínum riðli. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir hljóp í 800 m hlaupi og endaði í 4. sætinu á tímanum 2:17.18 mín.  
Arnar Pétursson og Íris Anna Skúladóttir tóku þátt í 10.000m hlaupi.  Arnar endaði í 5. sæti á tímanum 31.22,41 mín en Íris Anna gerði sér lítið fyrir og endaði í 3. sæti á tímanum 36:00,19 mín sem er glæsilegur árangur hjá henni.  
Birna Kristín Kristjánsdóttir stóð sig virkilega vel þegar hún stökk 5,95 m í langstökkskeppni dagsins.  Hún náði 4 gildum stökkum og nældi sér í 3.sætið sem var viriklega vel gert hjá henni.  Ingvi Karl Jónsson tók þátt í kringlukasti.  Hann stóð vel og endaði í 4. sæti með kast upp á 50.39m.

Júdó
Tvenn bronsverđlaun á Smáþjóđaleikunum á Mőltu í dag. Árni Lund í -90kg og Egill Blőndal í -100kg.  Helena  Bjarnadóttir (-63kg)  og Weronika (-52kg) Komendera komust í leikinn um bronsið í sínum flokkum en þurftu að lúta í lægra haldi fyrir andstæðingunum.

Siglingar
Fyrirkomulagið er að keppt er alla daga vikunnar og stigum safnað.  Kjartan Christianson keppti í Optimist senior flokknum sem og Veronika Sif Ellertsdóttir.  Sigurður Birgisson og Hrafnkell Hannesson kepptu í Ilca 6 og Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir einnig.  
Því mi
ður náði Veronika ekki að ljúka keppni dagsins. 

Sund
Snæfríður Sól vann til silfurverðlauna þegar hún synti í 100 m skriðsundi á tímanum 55,06 sek og setti Íslandsmet.  Hún bætti svo Íslandsmetið seinni partinn þegar boðsundssveitin tryggði sér sigur í 4x100m skriðsundi seinni part dags. Frábær árangur hjá Snæfríði Sól, Jóhönnu Elínu, Völu Dís og Kristínu Helgu.
Eva Margrét Falsdóttir og Birnir Freyr Hálfdánarsson sigruði bæði í 200m fjórsundi í dag.  Eva Margrét bætti tíma sinn, og synti á 2:21,74 mín og Birnir synti á 2:07,08 mín. Veigar Hrafn Sigþórsson synti einnig 200m fjórsund og bætti tíma sinn í greininni þegar hann synti á tímanum 2:10,61 mín.
Ylfa Lind Kristmansdóttir varð önnur í 200m baksundi þegar hún synti á 2:29,16 mín.  Kristín Helga Hákonardóttir varð í þriðja sæti í 200m flugsundi á tímanum 2:25,72 mín og Aron Þór Jónsson varð fimmti í 200m flugsundi á tímanum 2:12,55 mín.  Freyja Birkisdóttir varð í þriðja sæti í 800m skriðsundi á timanum 9;17.16 mín, Katja Lija varð í fjórða sæti í sömu grein og bætti tíma sinn og synti á 9;19,35 mín.
Hólmar Grétarsson bætti sig um 10 sekúndur í 800m skriðsundi og setti um leið aldursflokkamet í greininni 8;35,15 mín, sem er virkilega flottur árangur. Þeir Bergur Fáfnir og Guðmundur Leó syntu 200m baksund. Guðmundur varð fjórði á 2:09,18 mín og Bergur varð fimmti á 2:10,06 mín og bætti tíma sinn.  Símon Elías varð sjötti í 100m skriðsundi á tímanum 51,67 sek og bætti tímann sinn í greininni.
Karlasveitin í 4x100m skriðsundi karla tryggði sér silfurverðlaun í greininni þegar þeir syntu á 3;30,96 mín. Sveitin var skipuð þeim Símon Elíasi, Guðmundi Leo, Ými Sölvasyni og Birni Frey.  Annasamur og góður dagur í sundinu í dag.

Tennis
Einstaklingskeppnin var í dag hjá tennisfólkinu okkar.  Þar urðu þessi úrslit:
Vladimir Ristic tapaði því miður 0-2 fyrir Valentin Vacherot frá Mónakó.
Anton Magnússon tapaði einni 0-2 fyrir Stylianos Christoduolou frá Kýpur.
Anna Soffía Granholm tapaði 0-2 fyrir Maria Constantinou frá Kýpur.
Sofia Sóley Jónasdóttir tapaði einnig 0-2 fyrir Elenoura Molinaro frá Lúxemburg.  
Á morgun verður tvendarleikur þar sem Sofia Sóley og Anton verða í eldlínunni.  

 

Ekki var keppt í skvassi né skotíþróttum í dag. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikanna.

Myndir með frétt