Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Keppni á Smáþjóðaleikunum á Möltu hafin

29.05.2023

 

Í dag hófust Smáþjóðaleikarnir hér á Möltu með keppni í tennis og skvassi.  Byrjað var á einstaklingsleikjum í skvassi í morgun og fór svo að Atli Hjaltested vann Loic Ruchon frá Mónakó, 3-0 (11-8, 11-0, 11-8), en Matthías Jónsson og Gústaf Björnsson töpuðu sínum leikjum og eru því úr leik. Matthías keppti við Luca Wilhelmi frá Lichtenstein, 0-3(1-11, 0-11, 5-11) og Gústaf keppti við Kijan Sultana frá Möltu, 0-2 (3-11, 0-11). Atli fór áfram í keppninni og spilaði næst á móti Maier frá Lichtenstein. Sá leikur endaði því miður með tapi, 0-2 (3-11, 2-11) og er því Atli einnig úr leik.

Einnig var keppt í tvíliðaleikjum í tennis, bæði hjá konum og körlum og því miður töpuðust báðir leikirnir. Anton Jihao Magnússon og Vladmir Ristic spiluðu við Asciak og Pecotic frá Möltu, og Anna Soffía Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir, spiluðu við Ioannou og Constantinou frá Kýpur. Karlaleikurinn endaði 0-2 (1-6, 0-6) og kvennaleikurinn 0-2 (4-6, 1-6) og eru þau því úr leik.

Keppt verður í einliðaleiki í tennis á morgun og tvíliðaleik í skvassi á miðvikudag. 

Á meðfylgjandi myndum má sjá liðin tvö.  Skvassliðið hér að ofan og tennisliðið að neðan ásamt þjálfurunum og flokkstjórum. 

Myndir með frétt