Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Fánaberar Íslands á setningarhátíð Smáþjóðaleikanna

29.05.2023

 

Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna á Möltu fer fram í kvöld. Fánaberar Íslands á athöfninni verða þau Jórunn Harðardóttir skotíþróttakona og Anton Sveinn McKee sundmaður.

Jórunn keppir nú í áttunda sinn á Smáþjóðaleikum. Hún hefur landað fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum í skotíþróttum á sínum ferli og hefur verið nánast ósigrandi í þeim skotíþróttagreinum sem hún keppir í, síðustu 20 árin. Jórunn sinnir einnig leiðtogastörfum í skotíþróttahreyfingunni, 

Anton Sveinn hefur keppt á þremur Ólympíuleikum. Hann varð í 6. sæti á HM 2022, er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi og hefur unnið til fjölmargra verðlauna á fyrri Smáþjóðaleikum. Anton er í topp 10 í heiminum í 200 m bringusundi í 25 m laug. Hann átti 11. besta tíma ársins 2022 í 200 m bringusundi í 50 m laug.

Myndir: GKG/SSÍ