Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Smáþjóðaleikarnir 2023 hefjast á morgun á Möltu

28.05.2023

 

Í morgun hélt vaskur hópur af stað til Möltu en Smáþjóðaleikarnir 2023 munu fara fram þar í landi næstu daga.  Flestir ferðalangarnir hittust í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal árla morguns og var lent á flugvellinum á Möltu kl.15.30 síðdegis að staðartíma, eftir beint flug.  Ferðalagið gekk mjög vel.

Leikarnir hefjast 29.maí og lýkur þeim laugardaginn 3.júní.  Íslendingar taka þátt í átta íþróttagreinum af þeim tíu sem keppt verður í.  Keppnisgreinarnar eru; frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, borðtennis, tennis, skvassi og siglingum.  Einnig er keppt í rugby og körfubolta en Ísland tekur ekki þátt í þeim greinum að þessu sinni.  Aðrar þjóðir sem taka þátt á leikunum auk Íslands eru Andorra, Kýpur, Lichtenstein, Lúxemburg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland.

Á morgun hefst keppni í tveimur keppnisgreinum, tennis og skvassi, hjá íslensku keppendunum. 

Hægt verður að fylgjast með íslenska hópnum hér á heimasíðu ÍSÍ, facebook síðu ÍSÍ sem og á Instagram síðu ÍSÍ.

Hér má finna vefsíðu leikanna.

Myndir með frétt