Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun

26.05.2023

Sumarfjarnám 1. og 2. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst mánudaginn 12. júní næstkomandi.  Námið er 8 vikur á 1. stigi og 5 vikur á 2. stigi.  Um er að ræða almennan hluta menntakerfisins sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Sérgreinahluta menntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.  Skráning fer fram á Sportabler:

https://www.sportabler.com/shop/isi 

Nemendur velja rétt námskeið og ganga frá greiðslu námskeiðsgjaldsins í heimabanka.  Þátttökugjald á 1. stig er frá 31.000.- og á 2. stig frá 25.000.-, afsláttur er veittur ef þjálfarar koma frá Fyrirmyndarfélögum ÍSÍ.

Allar nánari upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 og 863-1399 eða á vidar@isi.is.

Dæmi um skoðanir þjálfara/nemenda á náminu:

„Mjög vel sett upp, skiljanlegt, aðgengilegt og áhugavert“

„Þetta er alhliða og hefur ólíkar nálganir“

„Vel skipulagt og alltaf hægt að fá svör frá kennara ef eitthvað er óljóst“

„Ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt nám“

„Vel skipulagt og skýr verkefnaviðmið og leiðsögn“

„Fannst þetta bara frábært“