Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Fyrirlestrar frá RIG ráðstefnunni 2023 eru nú aðgengilegir

17.05.2023

 

Ráðstefnan „Íþróttir 2023“ var haldin í Háskólanum í Reykjavík í byrjun febrúar og stóð yfir í tvo daga. Að ráðstefnunni stóðu Íþróttabandalag Reykjavíkur, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Ráðstefnan var þrískipt, þar sem umfjöllunarefnið fyrri daginn var þjálfun afreksíþróttafólks en seinni dagurinn var tvískiptur, þar sem annars vegar var fjallað um íþróttir barna og ungmenna og hins vegar um stjórnun íþróttafélaga.

Ráðstefnan var mjög vel sótt og má sjá dagskrá ráðstefnunnar ásamt upplýsingum um fyrirlesara hér.

Nú eru fyrirlestrarnir orðnir aðgengilegir á netinu og má finna upptökurnar hér fyrir neðan.

Þjálfun afreksfólks

Íþróttir barna og unglinga

Stjórnun íþróttafélaga