Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Íþróttamannanefnd ÍSÍ 2023-2025

04.05.2023

 

Síðastliðin þriðjudag, þann 2. maí fór fram kosning í Íþróttamannanefnd ÍSÍ. Eftirfarandi voru í framboði til kjörs í Íþróttamannanefnd ÍSÍ fyrir næstu tvö ár;

Anton Sveinn McKee – Sund
Dominiqua Alma Belányi – Fimleikar
Kári Mímisson - Borðtennis
Kristín Þórhallsdóttir – Kraftlyftingar
Sif Atladóttir - Knattspyrna
Sigurður Már Atlason – Dans
Sigrún Agatha Árnadóttir – Íshokkí

Það voru níu sérsambönd sem sendu fulltrúa á þingið og 16 sem höfðu atkvæðisrétt. Andri Stefánsson framkvæmdarstjóri ÍSÍ bauð fundargesti velkomna og sat fundinn.
Eftirfarandi hlutu kosningu í Íþróttamannanefnd ÍSÍ:

Anton Sveinn McKee – Sund
Dominiqua Alma Belányi – Fimleikar
Kári Mímisson - Borðtennis
Kristín Þórhallsdóttir – Kraftlyftingar
Sigrún Agatha Árnadóttir – Íshokkí

Að lokinni kosningu og umræðum lagði Andri til að Sif og Sigurður, sem ekki hlutu kosningu að þessu sinni, yrðu varamenn í nefndinni. Það yrði styrkleiki fyrir nefndina að hafa fleiri með í samtalinu sem væri framundan og styrkur fyrir nefndina að hafa fleiri raddir með og varð það úr að þau verða varamenn næstu tvö árin. Að lokum þakkaði Andri Íþróttamannanefnd ÍSÍ 2021 – 2023 fyrir góð störf og samstarfið.

Samkvæmt lögum ÍSÍ á Íþróttamannanefnd ÍSÍ rétt á einum fulltrúa í framkvæmdastjórn ÍSÍ með full réttindi. Sá fulltrúi skal kosinn af Íþróttamannanefnd ÍSÍ og hljóta staðfestingu Íþróttaþings ÍSÍ. 
Að loknum kosningafundi, valdi nýja nefndin nýjan formann. Kári Mímisson, úr borðtennis, varð fyrir valinu og mun taka sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ fyrir hönd Íþróttamannanefndar ÍSÍ.

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud sem gegndi embætti formanns nefndarinnar síðustu tvö árin, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir nefndina.

Meðfylgjandi mynd er frá fundinum og sýnir einstaklingana sem í framboði voru. Á myndina vantar þó Sif Atladóttur.