Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Aðalfundur Getpsár 2023

27.04.2023

 

Aðalfundur Íslenskrar getspár fór fram á Grand Hótel Reykjavík 27. apríl sl. Fundarstjóri var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, sem jafnframt gegnir stöðu stjórnarformanns Getspár.

Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Getspár flutti skýrslu stjórnar og fór yfir ársreikninga. Rekstur Getspár gekk mjög vel á síðasta starfsári. Stefán fór einnig yfir helstu þætti í starfi Getspár, m.a. ábyrga spilamennsku og samfélagsleg ábyrgð.

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði fundinn og færði stjórn og starfsfólki bestu þakkir fyrir þeirra góðu störf og gott samstarf. 

Fulltrúar ÍSÍ í stjórn Getspár næsta kjörtímabil eru Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ. Til vara eru Knútur G. Hauksson og Olga Bjarnadóttir, meðstjórnendur í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

Fulltrúar ÍSÍ á aðalfundinum voru ofangreind, ásamt Andra Stefánssyni framkvæmdastjóra ÍSÍ.