Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

„Við erum afar stolt af að geta áfram kallað okkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“

21.04.2023

 

Hestamannafélagið Hörður fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 20. apríl sl., á Sumardaginn fyrsta sem jafnframt var hreinsunardagur hjá félaginu.  Það var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins, Margréti Dögg Halldórsdóttur viðurkenninguna. 

Á myndinni eru frá vinstri, Sunna María Játvarðsdóttir, Nadía Líf Guðlaugsdóttir og Anna Lísa Guðmundsdóttir, sem er í stjórn Harðar, Ísabella Helga Játvarðsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, í stjórn Harðar, Viktoría Von Ragnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi ungra iðkenda í stjórn Harðar, Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar og Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ.  Sunna María, Nadía Líf og Ísabella Helga, sem allar eru með Harðarhúfur, eru harðduglegir iðkendur og keppendur hjá félaginu.

„Það er mikill fengur fyrir okkur sem íþróttafélag að hljóta viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og uppfylla þá staðla og gæðakröfur sem íþróttahreyfingin setur og veita um leið okkur sjálfum aðhald til að starfa á öruggan og faglegan hátt að því að þjónusta okkar félagsmenn og iðkendur.  Við erum afar stolt af að geta áfram kallað okkur Fyrirmyndarfélag ÍSÍ“ sagði Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður félagsins af þessu tilefni.