Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Annað ársþing BFSÍ

22.03.2023

 

Annað ársþing Bogfimisambands Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni að Engjavegi, laugardaginn 11. mars. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson, meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ.  Fyrir hönd ÍSÍ mætti Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri, og ávarpaði þingið.

Á þinginu var farið yfir hefðbundin þingstörf, s.s. ársreikninga auk fjárhagsáætlunar, skýrsla stjórnar kynnt og lagðar til lagabreytingar. Uppfærð Afreksstefna BFSÍ 2021-2029 var samþykkt á þinginu, en óbreytt heildarstefna var kynnt sem og aðgerðaáætlun afreksstarfs.
Þá var kosið í stjórn og var Guðmundur Örn Guðjónsson endurkjörinn sem formaður til næstu 2ja ára. Astrid Daxböck og Oliver Ormar Ingvarsson voru kjörin sem meðstjórnendur til 4 ára.  Guðbjörg Reynisdóttir, Alfreð Birgisson og Frost Ás Þórðarson voru kjörin sem varamenn. Ólafur Gíslason og Haukur Hallsteinsson voru kjörnir skoðunarmenn reikninga.

Finna má meira um þingið hér

Þinggögn þingsins eru hér 

Myndir með frétt