Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Starfsamt ársþing UMSE

15.03.2023

 

Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar var haldið í Árskógi þriðjudaginn 14. mars síðastliðinn.  Þingforseti var Jón Ingi Sveinsson og stýrði hann þinginu af mikilli röggsemi.  Þingið var starfsamt og voru fjölmargar tillögur sem lágu fyrir þingnefndum til umræðu og afgreiðslu.  Flestar tillögurnar voru samþykktar, lítið eða ekkert breyttar, en tillögu um viðbragðsáætlun við hinum ýmsu málum var vísað aftur til stjórnar til frekari úrvinnslu. 

Í stjórn UMSE eru nú Sigurður Eiríksson formaður, Þorgerður Guðmundsdóttir varaformaður, Einar Hafliðason gjaldkeri, Kristlaug Valdimarsdóttir ritari og Kristín Thorberg meðstjórnandi.  Í varastjórn eru Anett Ernfelt Andersen, Haukur Guðjónsson og Jónína Gunnlaugsdóttir.  Viðar Sigurjónsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ. 

Meðfylgjandi mynd er frá þinginu.