Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Skíðaganga á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag

23.01.2023

Í dag, mánudag, fór fram keppni í skíðagöngu á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þar sem við Íslendingar áttum fimm fulltrúa.

Skíðagöngukapparnir Fróði Hymer, Grétar Smári Samúelsson og Ástmar Helgi Kristinsson kepptu í 10 km hefðbundinni skíðagöngu. Fróði Hymer náði bestum tíma Íslendinganna en hann kom í mark á tímanum 30:00.01 sem skilaði honum í 35. sæti. Grétar Smári endaði í 54. sæti á tímanum 34:09.90 og Ástmar Helgi Kristinsson í 56. sæti á tímanum 34:54.30. 

Í hádeginu gengu skíðagöngukonurnar Sigríður Dóra Guðmundsdóttir og Birta María Vilhjálmsdóttir 7,5 km með hefðbundinni aðferð. Birta María náði 58. sæti á tímanum 31:19.40 og Sigríður Dóra 62. sæti á tímanum 37:50.90. 

Brautin í dag var í heimsklassa, keppendurnir sögðu hana skemmtilega en engu að síður mjög erfiða. Nú tekur við endurheimt hjá þeim og undirbúningur fyrir keppnir vikunnar en þau eiga eftir þrjár keppni, skíðagöngu með frjálsri aðferð, sprettgöngu og boðgöngu. 

Á morgun þriðjudag er á dagskrá svig drengja þar sem fjórir Íslendingar taka þátt, þeir Bjarni Þór Hauksson, Matthías Kristinsson, Stefán Gíslason og Torfi Jóhann Sveinsson. 

Myndir með frétt