Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Skráning í Lífshlaupið hafin!

18.01.2023

 

Skráning er hafin í Lífshlaupið 2023 - landskeppni í hreyfingu sem verður ræst í sextánda sinn miðvikudaginn 1. febrúar nk. Verkefnið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, sem höfðar til allra aldurshópa. Það er tilvalið að nýta Lífshlaupið til þess að koma sér í góða hreyfirútínu á nýju ári!

Vinnustaðakeppnin stendur frá 1. - 21. febrúar en grunnskóla- og framhaldsskólakeppnin frá 1. - 14. febrúar.

Við hvetjum alla áhugasama að skrá sig og huga að því hvað vinnustaðurinn eða skólinn getur gert til þess að virkja sem flesta til þátttöku. Að sjálfsögðu er hægt að notast áfram við sitt notendanafn frá fyrri keppnum og um að gera að hafa samband ef einhver vandræði koma upp varðandi það. Við vekjum athygli á því að ekki þarf að skrá inn vinnustaði sem hafa áður verið með en það má finna alla á flettilistanum í skrefinu „Ganga í lið” eða „Stofna lið”. Endilega athugið hvort ykkar vinnustaður sé ekki örugglega skráður áður en þið stofnið vinnustaðinn aftur. Hins vegar þarf að stofna ný keppnislið undir vinnustaðnum og ahuga hvort að starfsmannafjöldi sé réttur.

Ef þarf að breyta starfsmannafjölda látið okkur vita á netfangið lifshlaupid@isi.is og við kippum því í liðinn. Liðsstjóri þarf núna að samþykkja þá aðila sem vilja ganga í þeirra lið.Sama á við um grunn- og framhaldsskólana. Allir skólar landsins ættu að vera í flettilistanum en þó þarf að stofna bekkina inn aftur. Það má gera á auðveldan hátt með excel innlestri.

Allar upplýsingar má nálgast hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í síma 514-4000 eða með fyrirspurn á netfangið lifshlaupid@isi.is

Við bendum einnig á heimasíðuFacebook-síðu og Instagram-síðu Lífshlaupsins.