Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ heiðrað

29.12.2022

Í kvöld fór fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ 2022 í Silfurbergi í Hörpu.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veitir ár hvert viðurkenningar til íþróttamanna og íþróttakvenna sérsambanda  á sameiginlegu hófi ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna í tengslum við kjör á Íþróttamanni ársins. Íþróttafólkið fékk afhenta veglega verðlaunagripi sem Ólympíufjölskylda ÍSÍ gefur, en það eru fyrirtækin Icelandair, Íslensk getspá og Toyota sem mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ.

Hér á vefsíðu ÍSÍ má sjá íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ 2022.

ÍSÍ óskar afreksfólki sérsambanda innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu 2022 og allra heilla á næsta ári. 

ÍSÍ vill einnig þakka fyrirtækjunum sem mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ og fulltrúum þeirra fyrir allan þeirra stuðning.

Fleiri myndir frá hófinu má sjá hér á myndasíðu ÍSÍ.