Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Hóf íþróttafólks ársins 2022

27.12.2022

 

Fimmtudaginn 29. desember nk. fer fram sameiginlegt hóf ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna (SÍ) þar sem ÍSÍ afhendir viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og kjör SÍ á Íþróttamanni ársins, Liði ársins og Þjálfara ársins verður tilkynnt. Hófið fer fram í Silfurbergi í Hörpu, tónlistarhúsi. 

Fyrirtækin þrjú sem standa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ, þ.e. Icelandair, Íslensk getspá og Toyota, gefa verðlaunagripi til allra íþróttakvenna og íþróttamanna sérsambanda ÍSÍ.  Listi yfir útnefningar sérsambanda á íþróttafólki ársins verður birtur á heimasíðu ÍSÍ að hófi loknu.

Sýnt verður beint á RÚV þegar kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á ofangreindum heiðurstitlum verður lýst og hefst útsendingin kl. 19:40. Samtök íþróttafréttamanna hafa birt lista yfir topp 10 í kjörinu um Íþróttamann ársins 2022, sem reyndar telur ellefu einstaklinga að þessu sinni þar sem tveir hlutu jafna kosningu. Á listanum er að finna eftirtalið íþróttafólk:

  • Anton Sveinn McKee, sund
  • Elvar Már Friðriksson, körfuknattleikur
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur
  • Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna
  • Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf
  • Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir
  • Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar
  • Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur
  • Sandra Sigurðardóttir, knattspyrna
  • Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur
  • Viktor Gísli Hallgrimsson, handknattleikur

Í kjöri SÍ um Þjálfara ársins 2022 urðu einnig tveir einstaklingar jafnir í kjörinu og á listanum eru því eftirtaldir fjórir þjálfarar:

  • Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik
  • Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu
  • Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handknattleik
  • Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handknattleik

Efstu þrjú liðin í kjöri SÍ um Lið ársins 2022:

  • Íslenska karlalandsliðið í handknattleik
  • Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu
  • Valur, meistaraflokkur karla í handknattleik