Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Liðsauki á skrifstofu ÍSÍ

13.12.2022

Ráðið hefur verið í nýja stöðu rekstrarstjóra og í stöðu sérfræðings í kynningarmálum á skrifstofu ÍSÍ. 

Kári Steinn Reynisson var ráðinn í stöðu rekstrarstjóra og hefur hann þegar hafið störf. Kári Steinn er með BS gráðu i viðskiptafræði af stjórnunar- og markaðsfræðisviði frá Háskóla Íslands og lýkur MBA námi frá sama skóla næstkomandi vor. Hann hefur víðtæka reynslu úr bankageiranum en hann starfaði lengi hjá bæði Arion banka og  Landsbankanum en einnig starfaði hann hjá Ríkisskattstjóra í nokkur ár. Kári Steinn lék knattspyrnu með meistaraflokki ÍA í 15 ár og hefur einnig starfað sem þjálfari í knattspyrnuhreyfingunni. Kári Steinn mun meðal annars sjá um ýmis mál er snúa að daglegum rekstri ÍSÍ og Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, ýmis verkefni er tengjast sjóðum ÍSÍ, svo sem Afrekssjóði, Ólympíusamhjálpinni og styrkjakerfi Erasmus+, sem og áætlanagerð og eftirfylgni.

Sigríður Unnur Jónsdóttir var ráðin í stöðu sérfræðings í kynningarmálum. Hún er með BS gráðu í alþjóða markaðsfræði frá Tækniháskólanum/HR og einnig lokið iðnrekstrarfræði frá sama skóla. Sigríður Unnur hefur gegnt stöðu markaðsfulltrúa Bauhaus Íslandi frá árinu 2017 og var einnig markaðsstjóri framleiðsluvara SS um tíma. Hún hefur reynslu úr íþróttahreyfingunni sem keppandi í handknattleik, þjálfari og starfsmaður hjá Val og þjálfari hjá Gróttu. Sigríður Unnur mun hefja störf á skrifstofu ÍSÍ um miðjan janúar nk. Hún mun annast miðla ÍSÍ, kynningarefni og kynningarmál sambandsins.

ÍSÍ býður þau Kára Stein og Sigríði Unni velkomin til starfa hjá ÍSÍ.