Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Heiðranir í 100 ára afmælishófi UMSK

29.11.2022

Í afmælishófi UMSK í tilefni 100 ára afmælis sambandsins þá heiðraði ÍSÍ nokkra valinkunna leiðtoga úr starfi innan UMSK.

ÍSÍ sæmdi Snorra Olsen Heiðurskrossi ÍSÍ í afmælishófinu. Snorri var formaður Umf. Stjörnunnar um árabil en hann sat einnig lengi í Áfrýjunardómstól ÍSÍ ásamt því að vera um tíma formaður í laganefnd ÍSÍ. Snorri var mjög virkur í starfi laganefndar Íþróttaþinga ÍSÍ og sinnti þar m.a. formennsku. Snorri hlaut Gullmerki ÍSÍ árið 2011.

ÍSÍ sæmdi einnig Ellen Dröfn Björnsdóttur frá Dansíþróttafélagi Kópavogs, Sigurð Rúnar Magnússon frá Aftureldingu og Valdimar Smára Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra UMSK, Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþrótta á svæði UMSK.

Þess má geta að við sama tækifæri sæmdi UMSK þau Margréti Björnsdóttur, Lárus L. Blöndal forseta ÍSÍ, Árna Pétursson, Valdimar Smára Gunnarsson og Eirík Mörk Valsson gullmerki UMSK.

UMFÍ sæmdi svo þau Elsu Jónsdóttur, Kristján Sveinbjörnsson, Stefán Snæ Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ og Valdimar Smára Gunnarsson gullmerki UMFÍ.

ÍSÍ óskar öllum ofangreindum til hamingju með heiðursviðurkenningarnar.

Myndir með frétt