Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Afreksbúðir ÍSÍ - Fyrirlestur um góðar svefnvenjur

22.11.2022

 

Afreksbúðir ÍSÍ fóru fram um helgina en í Afreksbúðirnar mæta ungir og efnilegir iðkendur á aldrinum 15-18 ára frá sérsamböndum ÍSÍ.

Dr. Erlingur Sigurður Jóhannsson, prófessor við Háskóla Íslands, flutti fyrirlestur með yfirskriftinni „Góðar svefnvenjur er lykillinn að árangri í íþróttum“. Farið var vandlega yfir mikilvægar staðreyndir er tengjast svefnvenjum ungs fólks og hvað ber að hafa í huga þegar við undirbúum okkur fyrir svefninn. Settar voru fram ráðleggingar um það hvernig íþróttafólk getur gert svefninn betri og þannig aukið líkurnar á að ná lengra í íþróttum. 

Það kom m.a. fram að rannsóknir benda til að afreksíþróttafólk þurfi meiri svefn en kyrrsetufólk og er talið að íþróttafólk geti þurft allt að 10 klst svefn til að svara endurheimtakröfum undir krefjandi æfingaálagi en almennar ráðleggingar gera ráð fyrir 8 - 10 klst. svefni fyrir unglinga og 7 - 9 klst. svefni fyrir fullorðna einstaklinga. Það er því mikilvægt að íþróttafólk og þjálfarar líti á svefninn og endurheimt sem hluta af æfingaáætlun og passi vel upp á að íþróttafólkið fái nægilega mikinn svefn. Annað sem gott er að hafa í huga er að vera ekki í skjánotkun eftir klukkan 20:00 eða borða þunga máltíð seint um kvöld, bæði getur truflað svefninn. Áhugasamir geta fræðst nánar um góðar svefnvenjur inn á heimasíðu embætti landlæknis.  

Það var góð mæting á fyrirlesturinn en um 30 manns voru í sal og 30 í fylgdust með gegnum fjarfundabúnað.

ÍSÍ þakkar Erlingi fyrir góðan fyrirlestur og þátttakendum fyrir mætinguna. Næsti fyrirlestur í Afreksbúðum ÍSÍ er áætlaður í febrúar en þá mun fyrrverandi afreksíþróttakonan og námsráðgjafinn Sigrún Fjeldsteð tala um það hvernig sjálfsþekking eykur líkurnar á að við náum árangri. 

Myndir með frétt