Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Frábær árangur hjá landsliðum HSÍ

07.11.2022

Nú nýverið barst ÍSÍ staðfesting á úthlutun þátttökukvóta til U-17 landsliðs karla í handknattleik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Maribor í Slóveníu næsta sumar. Það verður því fjölmennur hópur sem ÍSÍ sendir til þátttöku á hátíðina í júlímánuði nk.

Mikill uppgangur er í handknattleik á Íslandi þessa mánuðina sem endurspeglast kannski best í þeim fjölda alþjóðamóta sem landslið á vegum HSÍ hafa unnið sér inn þátttökurétt í á næsta ári.
Liðin og mótin eru eftirfarandi:

A landslið karla - HM í Svíþjóð og Póllandi
U-21 karla - HM í Þýskalandi og Grikklandi
U-19 karla - HM í Króatíu
U-17 karla  - Opna Evrópumótið í Svíþjóð
U-17 karla - Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF), í Slóveníu
U-19 kvenna - EM í Rúmeníu
U-17 kvenna - EM í N-Makedóníu

Þess má geta, til viðbótar við ofangreint að A landslið kvenna tryggði sér um helgina umspil um sæti á HM 2023, með sigri á Ísrael.  Umspilið verður í mars 2023.  
Frábær árangur hjá landsliðum HSÍ.

Þátttaka í alþjóðlegum stórmótum er frábær reynsla fyrir alla þátttakendur og fyrir yngri landsliðin góður undirbúningur fyrir þátttöku með A-landsliðum síðar á ferlinum.