Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Eldur Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar tendraður

06.11.2022

 

Það styttist í næsta ólympíska verkefni sem ÍSÍ sendir þátttakendur til.

Þann 4. nóvember, var „Friðareldurinn” (Flame of Peace) fyrir Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOWF) 2023 tendraður við hið forna friðaraltari Ara Pacis í Rómarborg. Tendrun eldsins er táknræn athöfn og er eldurinn tákn um frið, vináttu og von sem tengir fólk saman, fólk frá mörgum þjóðlöndum sem tilheyrir ólíkri menningu og talar mismunandi tungumál. Ferðast verður með eldinn til tíu staða og verður San Marinó fyrsti viðkomustaðurinn.

Ólympíuhátíðin verður haldin í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21. - 28. janúar nk. Gert er ráð fyrir 2.300 þátttakendum, þar af 1.300 keppendum á aldrinum 14 - 18 ára. 

Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi og stjórnarmeðlimur í Evrópusambandi Ólympíunefnda (EOC) var viðstödd athöfnina ásamt forystu EOC.

Heimasíða hátíðarinnar.

Myndir með frétt