Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Skemmtilegt skólablak!

11.10.2022

 

ÍSÍ er umsjónaraðili Íþróttaviku Evrópu ár hvert og fær til þess styrk frá Evópusambandinu í gegnum Erasmus +.  Sá styrkur er nýttur meðal annars til að styrkja fjölbreytileg verkefni í íþróttahreyfingunni. Eitt af þeim er Skólablak, samstarfsverkefni Blaksambands Íslands (BLÍ), Evrópska blaksambandsins (CEV), Kristals, ÍSÍ, UMFÍ og blakfélaga á öllu landinu.

Skólablak er fyrir skemmtilegt verkefni fyrir nemendur í 4. - 6. bekkjum grunnskóla. Markmiðið með verkefninu er að kynna blakíþróttina fyrir grunnskólanemendum og kennurum til að auka sýnileika hennar á landsvísu. Einnig er þetta frábært hópefli fyrir nemendur og mikil skemmtun fyrir alla. Verkefnið hófst 27. september sl. og stendur fram í nóvember.

Næstu viðburðir eru áætlaðir sem hér segir:

 Dagsetning  Bæjarfélag Staðsetning 
 11.10.  Reyðarfjörður  Fjarðabyggðarhöllin
 12.10.  Höfn í Hornafirði  Íþróttahús
 14.10.  Kópavogur  Kórinn
 25.10.  Húsavík  Íþróttahús
 26.10.  Akureyri  Boginn
 27.10.  Siglufjörður  Íþróttahús
 28.10.  Hvammstangi  Íþróttahús
 01.11.  Keflavík  Reykjaneshöllin
 Dags. óstaðfest  Ísafjörður  Torfsnes
 Dags. óstaðfest  Grundarfjörður  Íþróttahús
 Dags. óstaðfest  Akranes  Akraneshöllin

 

 

 

Myndir með frétt