Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

„Félagið er himinlifandi með viðurkenningunaˮ

03.10.2022

 

Körfuknattleiksfélag Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í Íþróttahúsi Vallaskóla föstudaginn 30. september síðastliðinn. Það var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ sem afhenti Gylfa Þorkelssyni formanni félagsins viðurkenninguna í hálfleik á leik karlaliðs Selfoss við Hrunamenn en þetta var fyrsti heimaleikur liðsins þetta keppnistímabil.  Uppfærð gæðahandbók og frekari gögn er varða viðurkenninguna má finna á heimasíðu félagsins https://www.selfosskarfa.is/  Á myndunum eru annars vegar frá vinstri þeir Hafsteinn og Gylfi og hins vegar ungir iðkendur félagsins sem halda á fána Fyrirmyndarfélaga, þeir Baltasar, Elvar Atli, Loftur Breki og Stefán Karl.  Myndirnar tók Björgvin Rúnar Valentínusson.

Þetta er hollt og nauðsynlegt að gera reglulega en hætt er við því í amstri dagsins að það dragist úr hömlu ef ekki væri fyrir þetta formlega ferli sem ÍSÍ hefur af framsýni rammað inn fyrir félögin í landinuˮ sagði Gylfi Þorkelsson formaður Körfuknattleiksfélags Selfoss af þessu tilefni.

Myndir með frétt