Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

European Young Olympic Ambassador - umsóknir

28.09.2022

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum í European Young Olympic Ambassador verkefnið fyrir næsta ár.

Samhliða Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) fer fram verkefni sem kallast á ensku "The European Young Olympic Ambassador (EYOA) programme". Verkefnið er á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og koma þar saman ungir sendifulltrúar frá ýmsum þjóðum Evrópu til þess að koma á framfæri ólympísku hugsjóninni um það að gera ávallt sitt besta, vinskap og virðingu (e. excellence, friendship and respect).

The European Young Olympic Ambassador verkefnið er ætlað fólki á aldrinum 18-30 ára og þarf umsækjandi að vera með góða samskiptahæfileika og víðtækan áhuga á íþróttum. Hér er hægt að lesa nánar um hvað verkefnið felur í sér og hér er hægt að lesa nánar um Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Æskilegt er að umsækjandi geti tekið þátt í bæði vetrar- og sumarhátíðinni árið 2023 en það er ekki skilyrði. Í vetur fer EYOF fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21.-28. janúar og í sumar fer EYOF fram í Maribor í Slóveníu dagana 23.-29. júlí. Sendifulltrúinn mun ferðast með íslenska liðinu og verður ferðin öll viðkomandi að kostnaðarlausu.

Áhugasamir geta sent inn umsókn á netfangið kristino@isi.is og þarf umsóknin að fela í sér ferilskrá og kynningarbréf á ensku. Umsóknin þarf að berast í síðasta lagi fyrir miðnætti þann 9. október.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Líneyju Rut Halldórsdóttur sem er formaður EOC EYOF Commission, sem er yfirnefnd yfir Ólympíuhátíðum Evrópuæskunnar og Clea Papaellina sem er yfir European Young Olympic Ambassador verkefninu.