Viltu vera með okkur í liði?
24.09.2022
ÍSÍ leitar að fólki í spennandi störf.
Afreksstjóri
Viltu vera drifkrafturinn í að skapa umhverfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk sem stenst alþjóðlegan samanburð?
Starfssvið:
- Ábyrgð og umsjón með verkefnum á sviði afreksíþrótta
- Ábyrgð og umsjón með undirbúningi og þátttöku Íslands í Ólympíuleikum og öðrum ólympískum verkefnum
- Umsjón með Afreksstefnu ÍSÍ
- Ráðgjöf varðandi afreksstefnur sérsambanda
- Alþjóðleg samskipti í tengslum við afreksíþróttir og Ólympíuhreyfinguna
- Önnur tilfallandi verkefni
Rekstararstjóri
Ert þú aðilinn sem getur haldið utan um mörg flókin verkefni og hefur gaman að fjölbreyttum áskorunum á sviði íþróttastarfs?
Starfssvið:
- Daglegur rekstur skrifstofu ÍSÍ
- Áætlanagerð og uppgjör verkefna
- Rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal
- Sjóðir og styrkveitingar á vegum ÍSÍ
- Umsóknir í alþjóðlega sjóði
- Markaðsmál
- Starfsmannamál
- Önnur tilfallandi verkefni
Verkefnastjóri kynningarmála
Ertu aðilinn til að efla kynningarmál sambandsins og gera stafræna miðlun ÍSÍ aðgengilega og áhugaverða?
Starfssvið:
- Ábyrgð og umsjón með kynningarmálum og miðlum ÍSÍ
- Umsjón með texta og efni á heimasíðum og samfélagsmiðlum
- Útgáfa fréttabréfs ÍSÍ
- Umsjón með myndasafni ÍSÍ og öðru útgefnu efni ÍSÍ
- Samræming útlits á útgefnu efni
- Samskipti við auglýsingastofur og prentaðila varðandi auglýsingar og kynningarefni
- Önnur tilfallandi verkefni
Allar nánari upplýsingar ym störfin eru á hagvangur.is
Umsjón með störfunum hefur Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 6. október nk.