Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Ólympíuhreyfingin aðstoðar ungt flóttafólk

08.09.2022

 

Ársskýrsla Olympic Refuge Foundation (ORF) 2021 kom út í júní síðastliðnum. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) setti stofnunina á laggirnar árið 2017 til að styðja við ungt flóttafólk í gegnum íþróttir. Stofnunin hefur sett sér þau markmið að geta veitt milljón ungum einstaklingum úr röðum flóttafólks aðgang að öruggri íþróttaiðkun fyrir árið 2024.

Til þessa hefur stofnunin stutt verkefni í 10 löndum og hafa um 85 þúsund ungir einstaklingar sem þurft hafa að flýja sínar heimaslóðir notið góðs af þeim. Á þessu ári hafa orðið til nokkur samstarfsverkefni. ORF og franska íþróttamálaráðuneytið hafa snúið bökum saman og sett af stað þriggja ára áætlun undir heitinu „Terrains d'Avenir" sem gæti útlagst sem „Land framtíðarinnar” og verkefnið SPIRIT (Sport for Protection, Resilience, and Transformation) sem keyrt er í Bangladesh. Unnið er að verkefnum í Jórdaníu, Burkina Faso og Úkraínu sem sett verða á laggirnar síðar á árinu.  ORF og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hafa nýlega undirritað samkomulag um að víkka út samstarfið og nýta íþróttir til að vernda og styðja ungt flóttafólk á heimsvísu. 

Á Ólympíuleikum getur flóttafólk sem uppfyllir þátttökuskilyrðin hverju sinni keppt undir merkjum IOC Refugee Olympic Team og á leikunum í Tókýó samanstóð liðið af 29 íþróttamönnum í 12 íþróttagreinum.

Ársskýrsla ORF 2021.

Upplýsingar um stofnunina.