Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fræðsluefni varðandi hagræðingu úrslita

05.09.2022

Hagræðing úrslita íþróttakeppna merkir fyrirkomulag, gjörning eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óviðeigandi hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra.

Íþróttahreyfingin þarf sífellt að vera á varðbergi gagnvart hagræðingu úrslita til að vernda íþróttastarfið. Hagræðing úrslita skaðar orðspor íþróttahreyfingarinnar, dregur úr trúverðugleika og getur tengst skipulagðri glæpastarfsemi.

Á heimasíðu ÍSÍ eru ýmsar upplýsingar um málefnið, meðal annars fræðslumyndbönd frá Alþjóðaólympíunefndinni sem skýra út hvað íþróttaveðmál eru, hvers vegna fólk hagræðir úrslitum og hvaða áhættur felast í því að veðja á úrslit. Allar ábendingar um hagræðingu úrslia er hægt að tilkynna hér.

Stöndum saman gegn hagræðingu úrslita!

Myndir með frétt