Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Vinnuhópur EOC um dagskrá og fyrirkomulag ársþinga sambandsins

30.08.2022

Í síðustu viku hittist í Brussel sjö manna vinnuhópur Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) sem falið var það verkefni að endurskoða dagskrá um fyrirkomulag ársþinga sambandsins, með hliðsjón af árlegri ráðstefnu EOC sem haldin er í tengslum við ársþing EOC sem og ársþingi ANOC. Líney Rut Halldórsdóttir ráðgjafi hjá ÍSÍ á sæti í vinnuhópnum.

Uschi Schmitz, stjórnarkona í EOC og fyrrverandi meðstjórnandi í Ólympíunefnd Þýskalands leiðir hópinn en aðrir meðlimir eru Cedric Van Branteghem framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Belgíu, Gerd Kanter formaður Íþróttamannanefndar EOC, Jean Michel Saive forseti Ólympíunefndar Belgíu, Anneke Van Zanen-Nieberg forseti Ólympíunefndar Hollands og Mihai Covaliu foresti Ólympíunendar Rúmeníu. 

Hópurinn ræddi ýmsar tillögur og hugmyndir um hvernig auka má skilvirkni á þingum og fundum EOC og hvernig best er hægt að tryggja að á þingum sé nægur tími til að fjalla ítarlega um stærstu hagsmunamálin hverju sinni. Tillögur og hugmyndir hópsins verða kynntar á næsta stjórnarfundi EOC sem haldinn verður 29. september nk. í Costa Navarion í Grikklandi.

Mynd/EOC.