Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Skemmtilegir viðburðir í tilefni 100 ára afmælis UMSK

23.08.2022

 

Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) fagnar 100 ára afmæli sambandsins í ár. Af því tilefni tóku UMSK og UMFÍ höndum saman og bjóða upp á fjóra hlaupaviðburði fyrir almenning, sem allir hafa ákveðna sérstöðu. Drulluhlaup Krónunnar fór fram 13. ágúst sl. í Mosfellsbæ, í samstarfi við Umf. Aftureldingu og tókst vel.  Framundan eru svo eftirfarandi viðburðir:

  • Hundahlaup, þar sem hundar og fólk taka sprettinn saman. Hlaupið verður á Seltjarnarnesi, í umsjón UMSK og Íþróttafélagsins Gróttu, 25. ágúst nk. kl. 18:00. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir, 2 km (engin tímataka) og 5 km með tímatöku.
  • Boðhlaup Byko sem er tilvalinn viðburður fyrir fyrirtæki, samtök, samstarfsfólk og vinahópa til að koma saman og hlaupa um Kópavogsdal. Hlaupið er í umsjón UMSK og Breiðabliks og verður haldið 1. september í Kópavogsdal (ræst út við Smárann). Hlaupaleiðin er 4 km.
  • Forsetahlaup, sem haldið verður á Álftanesi 3. september nk. Hlaupið er haldið í samstarfi við hlaupahópa Stjörnunnar í Garðabæ og hlaupahóp Umf. Álftaness. Um er að ræða fjölskylduviðburð og verður hlaupið við Bessastaði. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir, 1 mílu og 5 km.