Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Fjórir ólíkir fræðsluviðburðir á dagskrá á næstu dögum

23.08.2022

 

Á næstunni verða á dagskrá fjórir ólíkir íþróttatengdir fræðsluviðburðir með aðkomu nokkurra mikilsmetinna vísindamanna í sínu sviði. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvern fræðsluviðburð fyrir sig. 

Laugardagur 27. ágúst 11:30-12:30 á vegum KSÍ, í tengslum við bikarúrslitaráðstefnu KSÍ og KÞÍ.  Æfingar og keppni kvenkyns leikmanna, með tilliti til tíðahrings (Understanding Performance and the Menstrual Cycle). Fyrirlesari er Clare Conlon, starfsmaður írska knattspyrnusambandsins. Þessi fyrirlestur á erindi við íþróttakonur og þjálfara kvenna. Skráning fer fram hér  og verður erindið flutt í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli, 3. hæð. Ekkert streymi.

Mánudagur 29. ágúst - Hádegisfundur í stofu M209 í HR kl. 11:50 á vegum ÍSÍ og HR. Goal Setting: Research to Application. Fyrirlesarar verða hinir virtu íþróttasálfræðingar Dr. Robert S. Weinberg og Dr. Daniel Gould. Í fyrrihluta fyrirlestursins verður fjallað um rannsóknir á mikilvægi markmiðasetningar í íþróttum og ólíkar gerðir markmiðasetninga. Í seinni hlutanum verður lögð áhersla á grunnreglur markmiðasetningar á æfingum og einstaklingsmiðaða nálgun á að setja sér markmið. Frítt verður inn og skráningar er ekki krafist. Ekkert streymi.

Miðvikudagur 31. ágúst í stofu M209 í HR kl.12-13.15  á vegum ÍSÍ og HR. Örráðstefna um þjálfaramenntun. Frítt inn og engin skráning. Streymi.
12:00               Þjálfaramenntun ÍSÍ - Viðar Sigurjónsson ÍSÍ
12:15               Fjarnám – kostir og gallar - Ingi Þór Einarsson HR
12:30               Gerð fræðsluefnis – samvinna sérsambanda - Helga Svana Ólafsdóttir FSÍ
12:45               Sérsambönd – háskólar – erlendar kröfur - Sveinn Þorgeirsson HR/fh. HSÍ
13:00               Umræður - næstu skref?
13:15               Ráðstefnulok

Laugardagur 3. september kl.10 í höfuðstöðvum KSÍ á 3. hæð. Fræðslufundur um hjartatengd vandamál hjá íþróttafólki. Fyrirlesari er Dr. Martin Halle, einn fremsti íþróttalæknir og hjartasérfræðingur Evrópu. Sjá nánari upplýsingar um fyrirlesarann, fyrirkomulag fræðslunnar og skráningu hér. Skráning er nauðsynleg. Ekki streymi.