Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21

Íþróttasjóður - umsóknarfrestur til 3. október nk.

22.08.2022

 

Rannís hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Styrkir eru veittir til eftirfarandi verkefna:

  • Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
  • Fræðsluverkefna um gildi hreyfingar fyrir alla.
  • Fjölbreytt verkefni sem hvetja ungt fólk sérstaklega til að taka þátt og hreyfa sig reglulega.
  • Íþróttarannsókna.
  • Verkefna samkvæmt 13. grein íþróttalaga.

Lágmarksstyrkur til verkefna er 250 þúsund krónur. Vakin er athygli á því að sami umsækjandi getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarflokki.

Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi fyrir kl. 15:00, mánudaginn 3. október 2022. Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson, netfang: andres.petursson@rannis.is, sími 699 2522.

ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína og íþrótta- og ungmennafélög innan þeirra vébanda til að sækja um styrki úr sjóðnum til verkefna sem falla undir ofangreinda upptalningu.

Myndir með frétt