Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Breytingar hjá UMSB

19.08.2022

 

Ýmsar breytingar urðu nýverið á starfsemi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Starf tómstundafulltrúa sem hefur verið undir UMSB síðustu ár var fært yfir til Borgarbyggðar þann 1. ágúst síðastliðinn en Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir mun áfram gegna því starfi. Skrifstofa UMSB, sem hefur verið til húsa að Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi, er flutt að Bjarnarbraut 8. Var það gert vegna ýmissa hagræðinga en mun ekki hafa nein áhrif á starfsemina sem slíka. Aðildarfélög munu enn geta nýtt sér húsnæði UMSB til fundahalda og hittinga eins og áður.