Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Úrvinnsla hafin á umsóknum um stuðning vegna COVID-19

17.08.2022

 

Í gær, 16. ágúst,  rann út umsóknarfrestur um stuðning til að mæta tekjufalli íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélaga vegna COVID-19 á ákveðnum tímabilum, skv. skilyrðum fyrir styrkveitingum sem sett voru af samstarfshópi ráðuneyta. Veittur var stuttur viðbótarfrestur fyrir nokkra aðila sem höfðu ekki tök á því að ljúka skilum vegna sérstakra aðstæðna.

Vinnuhópur á vegum ÍSÍ sem starfaði að fyrri úthlutunum var endurvakinn og mun nú hefja úrvinnslu umsókna og vinna drög að úthlutun sem send verður mennta- og barnamálaráðuneytinu til umfjöllunar og afgreiðslu. Ekki er komin tímasetning á þau skil en mikil vinna er framundan við yfirlestur umsókna sem margar hverjar eru umfangsmiklar. Vinnuhópinn leiðir Guðrún Inga Sívertsen fyrrvarandi varaformaður KSÍ og með henni eru Hörður Þorsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Sigurjón Pétursson varaforseti Alþjóðakraftlyftingasambandsins. Vinnuhópurinn kemur saman til fyrsta fundar síðar í dag.

Allt að 500 milljónir eru til úthlutunar að þessu sinni en stuðningurinn skiptist þannig að af því sem fer til íþróttahreyfingarinnar fer allt að 70% til sérsambanda og íþróttahéraða og 30% til íþrótta- og ungmennafélaga og deilda þeirra.