Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Taktu tvær og hugsaðu þig um!

16.08.2022

 

Glæpamenn eru sérfræðingar í að herma eftir fólki, samtökum og lögreglu. Þeir eyða löngum tíma í að finna veikleika og misnota ályktanir þínar og traust á hárréttu augnabliki. Meðal fórnarlamba netglæpa hér á landi eru aðilar úr íþróttahreyfingunni og ljóst að hröð velta stjórnar- og starfsfólks gefur fulla ástæðu til sérstakrar árvekni.

Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa nú sameinast í átakinu „Tökum tvær”, til að vekja athygli á umfangi netglæpa og sporna gegn þeim. Á upplýsingasíðu átaksins kemur fram að netglæpir hafi kostað samfélagið 1,5 milljarða króna frá árinu 2017! 

Netglæpir byggja á því að misnota traust fólks og svíkja af því fjármuni, aðgang eða upplýsingar. Helsta vörnin er að treysta ekki í blindni og bregðast ekki strax við fyrirmælum sem við fáum send. Sama hver aðgerðin er þá borgar sig alltaf að staldra við, taka tvær og fara í gegnum nokkur skref áður en ákvarðanir eru teknar varðandi háar fjárhæðir og viðkvæmar upplýsingar.

Almenn ráð til að verjast netglæpum eru m.a.:

  • Skoðaðu vefslóðina í hlekk eða þegar á vefsíðuna er komið. Er slóðin traust? Eru nöfn eða fyrirmæli rétt skrifuð?
  • Sannreyndu greiðsluupplýsingarnar. Er upphæðin rétt? Er hún í réttum gjaldmiðli? Er hún að fara á réttan stað?
  • Hafðu samband við fyrirtæki eða stofnanir ef að vafi kviknar. Eitt símtal getur sparað þér háar fjárhæðir.
  • Er líklegt að einstaklingurinn, fyrirtækið eða stofnunin hafi samband við þig með þeim aðferðum sem um ræðir?
  • Taktur tvær mínútur og veltu fyrir þér:  Er tilboðið of gott til að vera satt?

Algengustu tegundir netsvika eru vefveiðar, fyrirmælasvindl, vörusvik og fjárfestasvindsl. Lesa má nánar um algengustu netsvikin og hvernig má helst varast þau, hér.  Einnig má lesa um almenn ráð gegn netglæpum og hvað skal gera þegar fólk verður fyrir netsvikum, hér.

Vertu á varðbergi og taktu þér tvær mínútur í umhugsun og góða skoðun á tölvupóstum áður en þú ferð í aðgerðir. Það gæti verndað þig og þína fjármuni.

Ofangreint efni er unnið upp úr upplýsingum af heimasíðu átaksins.