Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Evrópumeistarar unglinga í klassískri bekkpressu

11.08.2022

 

Á nýafstöðnu Evrópumóti í bekkpressu og klassískri bekkpressu kraftlyftinga í Búdapest var keppt í öllum aldursflokkum. Í unglingaflokki kepptu ríkjandi heimsmeistarar í sínum flokkum, þær Alexandrea Rán Guðnýjardóttir í -63 kg flokki og Matthildur Óskarsdóttir í +85 kg flokki. Þær gerðu sér lítið fyrir og lönduðu báðar Evrópumeistaratitlum í klassískri bekkpressu í sínum þyngdarflokkum. Alexandrea Rán jafnaði sitt Íslandsmet í greininni en Matthildur bætti Íslandsmetið og er það jafnframt Íslandsmet í opnum flokki.

Í stigakeppni kvenna þá varð Matthildur stigahæst allra og Alexandrea Rán varð í þriðja sæti.

Alexandrea Rán hlaut einnig silfurverðlaun í bekkpressu í búnaði. Hún lyfti jafnþungu og sigurvegarinn í færri tilraunum en keppinautur hennar hreppti gullið á líkamsþyngd.

Þess má geta að Íslendingar eignuðust Evrópumeistara í kraftlyftingum í -74kg flokki á Evrópumeistaramóti öldunga í júlímánuði, Sæmund Guðmundsson, sem fæddur er 1952. Það má því segja að íslenskt kraftlyftingafólk á öllum aldri sé að gera það gott um þessar mundir.

Mynd/KRAFT